<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, maí 08, 2004

Djammidídjammidídjammidídjamm 

Þá er vikan loks á enda og 2 próf búin. Vilid ég væri búin í fleirum, en ég á 5 eftir :(
Þar sem helgin var komin og smá tími til að slaka á var ákveðið að kíkja á rúntinn og vera bara driver. Þetta leit út fyrir að ætla að verða mjög rólegt föstudagskvöld, en um 2 leytið hringdi Heiðdís og bað mig að skutla sér niðrí bæ. Hún og Sindri dróu mig og Karínu með sér á Felix og þar var sko dansað! Held ég hafi dansað stanslaust til kl. 3.30, en þá vildi Sindri fara heim :(
Þrátt fyrir að ég væri nú alls ekki í djammfötum, einungis gömlum lörfum skemmti ég mér hið besta :D Samt svoldið óþolandi þegar fólk er alltaf pikka í mann eða eitthvað álíka...
Ekki var nú mikið af fólki á staðnum svo nóg dans pláss var :D Aftur á móti þá var fólk soldið fullt og var alltaf hálf dettandi á mann... En eitt þarf að banna á sona skemmtistöðum og það er að vera á dansgólfinu fullur með sígarettu í hendinni. Eitthvað par sem gat ekki staðið í lappirnar stóð þarna bæði að reykja og rak annað þeirra sígarettuna í mig og brenndi ég mig :( Ekki gott það...
Annars þá sá ég nokkra af nesinu sem ég þekkti. Þeir voru gjörsamlega að fríka út á dansgólfinu líkt og ég .... hlýtur að vera eitthvað við að búa á nesinu ;) Já, svo var líka eitthvað af FG-ingum þarna, en þeir eru víst fastagestir þarna.
Comments-[ comments.]

sunnudagur, maí 02, 2004

aldrei að segja nei ;) 

Fullt fólk er alltaf jafn skemmtilegt :) ´Sérstkalega ef meður þekkir það ekki neitt.
Seinasta föstudag þá leitaði ég út um allt af sjoppum sem voru opnar þar sem ég þurfti að kaupa mér inneign. En þar sem 1. maí var kominn var öllu lokað, en ég kom allstaðar rétt yfir 12 :( Það vildi þó svo heppilega til að mín loka tilraun í að finna verslun sem var opin og seldi inneign var 10-11 í Ármúla. Þar var opið og fór ég inn. Þegar ég var komin í röðina var einhver kall fyrir aftan mig. Þá kemur fullur strákur og spyr hvort ekki sé í lagi að hann troðist fyrir framan kallinn, enda bara að kaupa sér sígarettur. Kallin segir já og er því strákurinn beint fyrir aftan mig. Hann spyr mig líka hvort mér sé ekki sama... Ég segi náttúrlega nei, en þá var ég að tala um sígaretturnar. Það skipti mig engu hvort hann væri fyrir aftan mig eða ekki. Hann segist vera alvega sama um mitt álit á sígarettum. Svo ætla ég að kaupa inneign, en þá vildi svo til að ekki voru til 500 kr. innegin, en ég hafði ekki efni á meiri. Þá segir strákurinn fyrir aftan mig að hann sé til í að borga 500 kr. í inneigninni minn og ég sagði náttúrlega ok :D svo gaf hann mér 500 kr. og ég keypti 1000 kr. inneign :) Í staðinn átti ég reyndar að koma á Broadway og djamma með honum, en ekkert varð af því :)
Svo var ég að keyra niður Laugarveginn í helli rigningu og er eitthvað að tala við Karínu þegar bankað er á gluggann. Mér brá alveg ótrúleg mikið, en skrúfa samt niður gluggann og sé 2 stelpur sem ég þekki ekki neitt... Þær spurja hvort ég geti ekki keyrt þær niður Laugarveginn því það væri svo mikið rigning... Ég var hálf hikandi þar sem mér er illa við að taka fólk upp í á Laugarveginum, en þar sem þetta voru 2 stelpur þá keyrði ég þær. Ef þettaa hefðu verið strákar þá hefði ég nú bara sagt nei, því það er ekki alltaf auðvelt að losna við þá úr bíl, en ekkert mál að losna við stelpur.

Annars þá þarf maður nú að fara að kíkja í bækur en skólinn er víst búinn og bara próf framundan. Mitt fyrsta próf er að vísu ekki fyrr en á föstudaginn, en það er svo mikið sem ég þarf að frumlesa að ég þarf að vera mjög dugleg...
Comments-[ comments.]

This page is powered by Blogger. Isn't yours?