<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 30, 2004

Vá þetta er ekki málið 

Vá, það er gjörsamlega ekkert að ske hjá mér eins og er, en verður maður samt ekki að skrifa e-ð þegar sona langt er síðan síðast?
Ja, að vísu komst ég að því um daginn þegar ég og Hulda skelltum okkur í hinn geysi magnaða rúnt! Við fórum alveg örugglega um allt höfuðborgarsvæðið og enduðum svo á Álftanesinu þar sem við gerðum okkur grein fyrir því að hafa bara 1 sinni komið þangað áður! Mikil synd :) Eftir Álftanesið fórum við upp í skóginn sem ég man aldrei hvað heitir :S Þar urðum við næstum bensínlausar en komumst rétt út áður en það skeðið. Thanx god...
Og þar sem meira en helmingur lífs míns gerist á rúntinum með hinu margbreytilega fólki þá ber það líka að nefna að nú um helgina er ég fór niður Laugarveginn. Þar var ég að keyra fram hjá Sólon að mér varð litið á karlmann sem var frekar fullur. Hann var þarna dansandi og nuddandi sér utan í mann og hluti í SKÆRBLEIKUM kjól!!! Ég bara spyr hvert er þetta djamm að stefna? Fólk gerir alls konar vitleysu á Íslandi og það er ekki hentugt þar sem maður getur alltaf tengst öllum á einhvern hátt...
Það ætti ég að vita, því fyrir um viku var ég soldið utan við mig og keyrði í veg fyrir stráka sem voru að keyra, þeir urðu forvitnir og keyrðu við hliðina á mér um stund. Þarna voru ekki bara einhverjir strákar heldur FG-ingar og Kristín benti á þá eins og fífl og bíst ég við að þeir hafi fattað þetta. Já, þeir voru það forvitnir að þegar við stoppuðum á rauðuljósi þá stoppuðu þeir við hliina á okkur og ´gláptu í stað þess að fara framar þegar engir bílar voru fyrir framan þá!!! Já, ég hef ekki roðnað sona síðan guð má vita hvenær, en þetta kemur fyrir besta fólk ;)
Comments-[ comments.]

föstudagur, mars 19, 2004

Árshátíð FG 

VÓÓÓ!!!!
Það var bara alveg geggjaðislega gaman á árshátíðinni sem var víst í gær.
Eftir mat á Hróa, fórum við í fyrirpartý hjá Lísu skvísu. Nokkuð mikið af fólki þar saman komið :) Þar var aðal skemmtiatriðið drykkjuspil. Alltaf jafn skemmtilegt þar sem reglurnar eru aldrei þær sömu 2 í röð, því fólk er alltaf að ruglast og eitthvað...
Því er ekki að neita að ballið var alveg hin tærasta snilld. Allir frekar vel komnir í það... Ég var alveg sérstaklega myndaglöð þetta kvöld og var alltaf að láta taka myndir af mér... og þar sem Kristín var með mér allan tímann, þá lenti hún líka á þessum myndum ;) Hér er smá sýnishorn
 • ég og Kristín

 • ég og Óli

 • Andri og Oddur

 • Lísa, Elísa og Hrefna

 • Halla og Elísa


 • Ef einhver vill sjá fleiri myndir þá er bara að kíkja
 • hér


 • Annars þá var bara geggjað gaman og þeir sem mættu ekki bara greyið þeir!!!
  Það eiga víst eftir að koma myndir so annars staðar, og þar verð ég örugglega líka.... heheh....

  Comments-[ comments.]

  mánudagur, mars 15, 2004

  Hótelherbergi eða eitthvað!!! 

  HAHAHAhahahaha.... Nei, þetta var ekki fyndið!!!
  Ég er nú búin að vera full af kvefi og með slæman hósta seinustu viku. Ég hélt það væri að skána í gær þar sem mér var farið að líða þokkalega í gær, en nei... Í morgun nánar tiltekið kl. 5.12 þá hrökk ég upp af svefni og stormaði framm á klósett. Þar þreif ég klósettpappír og byrjaði að snýta mér. Ég stóð þarna fyrir framan spegilinn úldin og full af hori og barðist við að ná andanum. Að lokum opnaðist allt og ég gat andað á ný. Ég fór því aftur að sofa.
  Ég hélt að þar með væri þessu hor-stríði mínu lokið og ég gæti aftur lifað eðlilegu líf.
  En annað kom í ljós. Þar sem ég sat í stærðfræðitíma og horfði út um gluggan og lét mig dreyma eins og svo oft áður. Þá byrjaði það aftur. Ég gat ekki andað og hljóp fram á klósett þar sem ég byrjaði að sníta mér. Eftir nokkra stund leit ég ofan í ruslatunnuna þar sem smokkur lafði út yfir brúnina. Ég fór þá að pæla hversu margir gera það í skólanum??? Getur fólk virkilega ekki ráðið við sig og þarf að fara á klósettið í skólnum? Getur það ekki bara skotist heim til sín eða ekið upp í sveit??? Ég held ekki að skólinn sé hentugur fyrir þessa iðju.
  Comments-[ comments.]

  þriðjudagur, mars 09, 2004

  Íþróttir a.k.a. Geðveikrahæli 

  Íþróttir eru örugglega leiðinlegasta fagið í skólanum, þá meina ég það innilega... Jarðfræði er meira að segja liggur við skemmtilegri... Skrítið... En í dag á kvað ég að horfa á vegna þess og ég var með so slæmana hósta og er uppfull af kvefi (how sexy is that!!!). Ég sat þarna í stúkunni og glápti úr mér augun á fólkið á gólfinu. Þá flaug mér það í hug hvað þetta væri fyndið að sjá. Þau stóðu þarna með sippuband í höndunum og héldu því upp í loft. Svo beygðu þau sig og brettu, hlupu út um allt, sippandi út á hlið og ég veit ekki hvað... Þau litu út eins og hópur geðsjúklinga sem brutust út af kleppi fyrir 10 min. Hún Rakel var virk í þessu, en ekki af heilum hug, svo hún hlýtur að vera á batavegi. Lísa stóð og horfði á, mikið vit þar á ferð og útskrifa ég hana af Kleppi ;) Restin af hópnum ætti að fara beinustu leið inn á Klepp aftur. Þau hoppuðu og skoppuðu út um allt líkt og hinir alverstu vitleyingar!!! Þar á meðal hinn yndislegi frændi Óli litli sem lenti víst nýlega í slagsmálum.... (hann lenti víst óvart í þeim, greyið strákurinn lítur hörmulega út).
  Comments-[ comments.]

  laugardagur, mars 06, 2004

  Já, ég get sko sagt ykkur það!!! Oft finnst mér gaman að fara á djammið og gera eitthvað sniðugt, en að fara inn á staði er ekki mín sterkasta hlið... Þó geri ég það stundum. En sökum útlits er ég alltaf spurð um skilríki þá er ég oft á tíðum hikandi.
  Á fimmtudaginn var reynt að fá mig á bjórkvöld FG, en þegar á staðinn var komið hætt ég við, því allir voru spurðir um skilríki. Mér til lukku hafði ég ákveðið að vera driver og gat því auðveldlega komist heim :D
  Í gær aftur á móti var reynt að fá mig á Opus, en þar var bjórkvöld MS. Ég var frekar treg til en sannfærðist á endanum... Ég fékk skilríki vinkonu minnar sem er einu ari eldri en ég, en við líkjumst ekki baun í bala. Þegar á staðinn kom var ég spurð um skilríkin, ég rétti þau og 3 sekúndum síðar voru mér þau fengin til baka og ég velkomin inn!
  Þetta vakti mig til umhugsunar, er virkilega sona auðvelt að komast inn, eða var ég bara heppin??? Við fórum svo út af staðnum og aftur heim í leit að partíi, en enduðum svo aftur niðrí bæ og ákvðaum að fara aftur á Opus, ég notaði sömuj skilríki og komst aftur inn. Vinkona mín sem átti skilríkin kom so á eftir mér með önnur, en sama nafn var og mynd og kennitala!!!
  Er þessum dyrvörðum virkilega sama, bara ef þú ert með skilríki sem sína réttan aldur? Ætli maður komist inn með strákaskilríki??? Ég gæti alveg trúað því...
  Þetta minnir mig líka á þegar ég og 3 aðrar vinkonur mínar fórum eitt sinna á Akureyri að djamma og komumst allar inn á sömu skilríkinu!!! Réttu hvor annarri það beint fyrir framan nefið á dyraverðinum... Til hvers að hafa dyraverði fyrst þetta er sona rosalega auðvelt?
  Comments-[ comments.]

  mánudagur, mars 01, 2004

  og snæfell vann 

  Það er mikið búið að ganga á síðan ég settist seinast niður og tók mér tölvu í hönd og ritaði nokkur gáfuleg orð.
  Hvar á maður að byrja? Kannski væri viturlegast að nefna mína óvæntu ballferð á Skagann þar sem árshátíð nffa var haldin. Paparnir héldu uppi gífurlegu stuði og mér var ill í löppunumfram á sunnudag (kjagaði mjög fallega ). Þetta er það allra skemmtilegasta ball sem ég hef farið á á Skaganum!!!

  Ekki má svo gleyma hinum æsilega leik Snæfells á fimmtudaginn sem var mikilvægur og einnig mjög svo glæsilegur. En mikilvægasti leikurinn var náttla á sunnudagskvöldið! Það gat komið okkur endanlega í fyrsta sæti í deildinni og gefið okkur bikarinn á heimavelli. Okkur varð af ósk okkar eftir misgóðan leik. Snæfell var með nokkrar sendingar út af vellinum í byrjun leiks, en ætla ég það vegna stress.... Haukar voru nú ekkert skárri og hjálpaði það mikið. Húsfyllir var og gífurlega hvattning af pöllunum. Snæfell átti sigurinn vissulega skilinn og óska ég þeim innilega tilhamingju!!!

  En eftir leikinn var dreifið sig suður (ég sagði nú alltaf vestur, kannski af gömlum ávana eftir að hafa verið helgi fyrir sunnan í denn)... Bílkosturinn var nú ekki svo glæsilegur og var ég ekkert að hrósa honum í fyrstu, en um leið og maður er komin upp fyrir 70 km/klst þá rennur bílinn frábærlega. Hann á það til nebbla að hökkta undir 70... Þá líður manni eins og bílinn sé að dett í sundur og því ekki viturlegt að keyra hann innan bæjar. Ég og minn yndislegi litli bróðir keyrðum í rólegheitunum til Reykjavíkur þar sem við tók hin mikla umferð.

  Já, ég get ekki annað sagt en helgin hafi verið EXTRA LÖNG og hreinlega FRÁBÆR!!!

  Svo ætla ég að bjóða hana Lísu skvísu velkomna í blogg-heiminn :)

  Comments-[ comments.]

  This page is powered by Blogger. Isn't yours?