<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

ÓHAPPADAGUR 

Það eiga allir sína óhappadaga. Ég er ekkert öðruvísi en aðrir svo ég á mér óhappadag, en það er dagurinn í dag! Þessi dagur hefur verið minn óhappadagur síðan í 5. bekk, en þá veiktist ég að saltkjöti (enda ekki borðað það síðan) og var veik í heila viku!!!
Í dag sannaðist svo að þessum degi er eitthvað illa við mig. Við vorum í íþróttum. Það voru leikir, og varð boðhlaup aðalgreinin í þeim flokki. Teknar voru margar útgáfur af boðhlaupum... m.a. að hlaupa 2 og 2 saman með prik í höndunum. Allt í lagi með það. Fyrst hljóp ég með Hrefnu og var mikið teamwork í gangi. En í seinna hlaupinu þurfti ég að hlaupa með strák sem ég veit ekkert hvað heitir. Hann gjörsamlega dró mig á eftir sér og ég var eins og hið argasta fífl :P
Já, en sorgarsaga mín er ekki öll, þar sem ég varð líka fyrir öðru óhappi! Önnur útgáfa af boðhlaupi var, en þá áttum við að liggja í hring og hlaupa yfir alla og leggjast svo aftur. Til að gera langa sögu stutta, þá var ég að fara yfir seinust manneskjuna í mínum hring þegar ég renn til og dett á gólfið!!! Glæsilegt!!! Ég lá þarna í krampa við hliðina á Lísu og gat ekki staðið upp vegna hláturskasts... Þetta verð til þess að liði mitt tapaði... hehe... en okkur var alveg sama, nema hnjánum mínum sem eru sár og bólgin :(

Ég hef ekki örðið fyrir öðrum hrakförum í dag og vona að þau verði ekki fleiri ;)
Comments-[ comments.]

mánudagur, febrúar 23, 2004

Bolludagur 

Þá er bolludagurinn kominn og allir landsmenn sameinast um að borða bollur... Já, ég er ekki bara frá því að aldrei á minni stuttu... eða löngu??? ævi hafi ég áður fengið bollur úr bakaríi. Og er ég mjög fegin fyrir það. En sá skadall skeði í dag að móðir mín hafði gleymt bolludeginum og bjargaði sér með því að kaupa bollur úr bakríi... Adrei hef ég fengið svo vondar bollur!!!! Þær eru hreint barasta vondar!!!
En mér til björgunar kemur Karína, en hún hefur boðið mér í bollukaffi í kvöld og vona ég innilega að þær bollur bragðist betur :D

En hvaða dagur kemur á eftir bolludegi??? Já, það er sprengidagur með satlkjöt og baunir.... Mér líkar hreint ekki við þennan mat og vona að ég geti komið mér undan honum ;)

Svo er það Grímuballs dagurinn, öðru nafni öskudagur. Þá klæða sig margir og fara í búðir og syngja... Kannski maður fara í matsöluna og syngi fyrir mat???!!!! Þeir sem vilja vera með í því láti mig vita ;)
En svo er skrúðganga og alles.

Þessir dagar voru skemmtilegri þegar maður var yngri, nú eru þetta orðnir hálf venjulegir dagar og ekkert mjög sérstakir. Skólinn gefur ekki frí og þá er bara ekkert gaman... En kannski er hægt að bjarga þessu...

Svo ætla ég að minna á að Hrefna á ársblogg-afmæli og allir eiga að óska henni til hamingju :)

Boðskapurinn í dag er líka að heimatilbúið er alltaf best !!!!
Comments-[ comments.]

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Já, ef FG komast einhverntíman langt í e-u, þá KLÚÐRA þeir því algjerlega 

Ég er ekki frá því að í hvert einasta skipti sem FG eru í 8 liða úrslitum, sem gerist nú ekki oft, þá á einhvern ömurlegan hátt klúðra þeir því algjörlega og bara sitja með ennið í djúpum skít. Í seinustu viku þá var haldin morfís-keppni 8 liða úrslit... FG vs. MH. MH gjörsamlega rústuðu FG-ingum.
Í dag fór fram fyrsta viðureign í sjónvarpi ( 8 liða úrslit). FG vs. MHraðbraut... Var hvorugur skólinn að standa sig og hef ég aldrei séð jafn ljóta og leiðinlega keppni! Úrslitin voru á þann vega að FG laut (aðsjálfsögðu) í lægri stólinn og tapaði með 12 stig. MHraðbraut var heldur ekkert að standa sig og fékk einungis 14 stig.
Já, á þessu má sjá að FG ætti bara að halda sig heima og vera ekkert að láta hafa sig að fífli!!!
Eitt má FG þó eiga, að þeir voru með alveg hreint frábært STUÐNINGSLIÐ! Kannski við ættum að stofna keppni " Hver er með besta stuðningsliðið" Þar myndum við án efa vinna á hverju ári og fólk mundi hætta að hæðast að okkur!!!

En það þýðir ekki að gráta krókódílatárum yfir undan gengnum keppnum, við komumst jú í 8 liða úrslit... En svo er bara söngvakeppnin eftir, og onand stöndum við okkur með prýði þar, eina keppnin sem við höfum eitthvað í... held við höfum lent í öðru eða þriðja sæti þar einu sinni... Já, og vonandi mæti okkar frábæra og indislega stuðningslið á staðinn!!!

Og já, ef þið hafið horft á keppnina þá koma Rakel, Lísa og Eva í einu söngatriðinu í kynninguni okkar (eru í skærlitum bolum og með BLEIKAR kinnar og dansa), en það er Elísa sem er að syngja lagið, og birtist þar einnig ;D
Comments-[ comments.]

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Hrefna og Lísa voru ekkert mikið að standa sig... ENNNN Kristín var í góðu geymi :D 

Já, hið marg rómaða Pimp and Ho's ball er nú liðið og var alveg stór gaman. Það er bara alltaf að verða skemmtilegra að djamma edrú.... Einu mistökin sem við gerðum var að mæta ALLTOF snemma á ballið... ÞAð voru seona 10 hræður þegar við mættum, en það var fljótt að safnast upp :D
Hrefna drakk endalaust mikið af Faxe (úr littlum dósum) og Lísa sötraði sitt hvít vín. Ég sá þær nú ekki gera mikið af sér annað en að fara allt, allt, ALLT og snemma heim vegna heyrnar Hrefnu sem hafði horfið fyrr um daginn. Ég var líka kannski ekki so mikið með þeim á ballinu þar sem ég var flakkandi út um allt og dansaði á allra tám.
Kristín var líka þetta rosa mikli Pimp, og var meðal annars að reyna að selja stelpu (sem var vinkona hennar eða e-ð... náðu því ekki alveg) og gekk það ekki betur en að fá tilboð upp á 51 kr. Já, og ekki má gleyma honum frænda mínum honum Oddi sem ég var ekkert að fatta fyrst hver var... Hann heilsaði mér og ég dansaði e-ð við hann, en það var ekki fyrr en seinna um kvöldið þegar ég hitti bróður minn sem var frekar léttur á því að ég fattaði að þetta væri hann Oddur minn og fór aðeins að spjalla við hann... Vinur hans ætlaði að keupa mig, en þar sem Kristín var Pimp-ið mitt, þá fóru samningar ekki sem best. Og Óli frændi dansaði meira að segja við mig, sem var mjög fyndið vegna ölvunar hans.
Það var alveg æðislegt að sjáhvað margir höfðu klætt sig í þemað og þá líka strákarnir. Í pelsum með hatta og keðjur um hálsinn.... Alveg hreinnt frábært ;D

Og til að ganga frá lausum endum, þá fékk Hrefna sína lang þráðu heyrn til baka og nýtur nú hvers augnabliks að vera heyrandi manneskja. Kristín var Cathlick school girl-punk ass-pimp-ho og stóð sig með prýði.
Er ég mjög vonsvikin yfir Hrefnu og Lísu, en þær verða bara að fá sinn pistil næst þegar þær koma með e-ð krassandi :D
Hrefna átti þó ljósku komment kvöldsins sem ég man engan veginn hvað var, en samt til hamingju Hrefna :D

Comments-[ comments.]

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Pimip's and Ho's 

Já, hið marg rómaða Pimp's and Ho's ball FG verður á morgun á Kapital. Þetta mun vera eitthvað það umtalaðasta ball sem ég mun vera á, þar sem ég er orðin nokkuð viss á að vera edrú þetta kvöld! Mér finnst mun skynsamlegra að vera á bíl og lenda ekki í vandræðum í að komast heim, eða bara einfaldlega gera einhverja vitleysuna...
Kristín mun vera Pimp-ið mitt og mun ég vera Ho-ið hennar, en ég mun vera íslenkst Ho, í buxum og bol eins og henntar íslenskum aðstæðum best. Ég mun ekki sjást valsa um í stuttu pilsi og rifnum bol og sokkabuxum með úfið hár og ekki mus standa utan á mér "ég er Ho."
Er ég hand viss um að þetta muni vekja athygli. Eitthvað er nú samt farið að minnka af fólki sem ég hélt að mundi fara á ballið, en það mun samt örugglega kaupa miða á morgun og mæta til að sjá og vita hvað fram mun fara :D
Það kæmi mér ekki á óvart ef Kristín mundi vera með uppboð á Ho-um, en þar verð ég ekki meðtalin þar sem ég verð íslensk en ekki einhver bandarísk Ho.
Þá er það ekki fleira og vonast ég til að sjá sem flesta :D
Comments-[ comments.]

föstudagur, febrúar 06, 2004

Líf úti í hinum stóra Alheimi 

Skemmtilegt nokk, en í dag í hinum blessaða skóla horfði ég líka á þessa skrítnu mynd sem vakt mig til umhugsunar. Það er líf á jörðinni, og við þörfnumst vants og súrenfis til að geta lifað. Vísindamenn segja að ekki sé hægt að lifa nema við þessi skilyrðið. En Allar þessa grænu geimverur sem maður sá alltaf í teiknimyndunum, hvað ef þær þurfa kulda, ís og gas eða hita, grjáot og eitur til að lifa??? Afhverju er aldrei atalað um það? Og afhverju er fólk alltaf að pæla í fljúgandi furðuhlutum? Kannski eru þessar svökölluðu geimverur barasta ekki sona þróaðar? Kannski erum við bara þróaðaðri? Hver veit!
Þetta eru allaveganna mínar hugmyndir sem mér finnst mjög svo meika sens og vonandi finnst það fleirum, sona í alvöru talað ef fólk bara pælir smá í því :D
Kannski eru geimverur eins og við, og lifa í öðrum vetrarbrautum við sömu skilirði, en kannski ekki... Það hlýtur að finnast líf einhversstaðar annars staðar í alheiminum... Þessu mun ég ætla að komasta að í framtíðinni!!! :D

Svo sona smá innskot um geimverur, en þá hélt hún Begga að first þegar við hittumst þá væri ég geimvera, vegna þess að ég var með einhverjar sona margar littlar fléttur í hárinu... Veit ekki alveg hvernig henni datt það í hug, en það sýnir bara og sannar að maður veit aldrei ;)
Comments-[ comments.]

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Fundur skólans - Orðatæki sem hægt er að misskilja :) 

Í dag var nemendafundur í skólanum, alltaf jafn gaman á þessum fundum :/
Það komu ekkert annað en slæmar fréttir fram á þessum tiltekna fundi. Má þar nefna fyrirhugaða breyitingu á mætingu nemenda, lengingu skólans og margt fleira.
Upp hefur komið sú hugmynd að taka veikindi nemenda gild og ekki gefa punkta fyrir það, sem er mjög góður hlutur fyrir utan það að nú þarf maður að mæta mun betur í skólann til að halda þokkalegri mætingu...
Svo á að bæta 1 kennslustund við á dag vegna aðsóknar í skólann... Þú veist geta þeir ekki bara ýtt fólki í burtu í staðinn??? Hver halda þau að nenni að fara að vakna kl. 8 á morgnana ef mar hvefur ekki gert það hingað til???!!! Til eru 2 hugmyndir um þessa áætlun sem mun taka gildi næsta haust. Nr. 1 er sú að mæta kl. 8 og vera til kl. 4 í skólanum og kannski bara til kl. 2 á fös. og nr. 2 er að mæta kl. 9 og vera til kl. 5... Ég persónulega vel seinni kostinn þar sem morgnarnir eru bara alls ekki mín sterkasta hlið!
Svo í næstu viku eða nánar tiltekið á mið. verður Pimp's and Ho's ball, en kemur það í staðinn fyrir 90's ball sem vanalega hefur verið. Líkurnar á að ég mæti í rifnum sokkabuxum og minimini pilsi eru ekki einu sinni líkur! ÉG mun aldrei í mínu indislega lífi mæta þannig á ball (þar að auki á ég ekki pils yfir höfuð). Ég mun mæta í buxum og bol og verður fólk barasta að sætta sig við það :D (upp kom líka sú hugmynd að ég og Kristín myndum mæta í síðbrók og ullarpeysum ;) )

Hef ég fengið vitneskju um 2 nýjar síður sem eru alveg hreint að slá í gengn, en það er Elísa annarsvega og Eva hins vegar, linkana finnið þið hér við hliðin á :D

Svo svona í lokin þá eru 2 orð sem mér finnst mjög svo skemmtileg og ákvað að deila með ykkur....
1) Womit = þetta er þýskt orð sem þýðir með hverjum... Ef það er aðeins enskað, þá má fá út orðið vomitt(veit ekki hvernig á að skrifa en það þýðir æla)
2) Unglingafæðing = Þetta á að þýða unglingar sem eru að fæða krakka en ef mar heyrir orðið sona bara allt í einu þá hljómar það soldið asnalega :) (Heyrði þetta líka snilldar orð í efnafr. í dag, en það var kennarinn sem kom því út úr sér)

Svo svona allra seinast þá mli ég með að fólk kíki á þessa síðu
  • Hérna
  • Þið komist svo bara að því hvað þetta er ;)
    Comments-[ comments.]

    This page is powered by Blogger. Isn't yours?