<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, janúar 30, 2004

Hæhæhæ...
Já, það er nebbla málið... Eins og kannski e-ir hava lesið á bloggi góð vinkonu minnar, öðru nafni Begga, þá hefur hún skorað á mig að útskýra afhverju fólki finnst skrítið að sjá mig edrú... Það mætti halda að ég væri barasta alltaf full og gerði ekkert annað allan daginn. Í raun finnst mér að fólk ætti bara að dáðst að mér fyrir að vera gáfuð á meðan aðrir drekka frá sér allt vit og gera hina og þessa vitleysuna! Ég hlýt nú að mega vera örðu hverju gáfuð á meðan aðrir eru það ekki... Eins og ég hafði tekið fram í e-m pistlinum á undan að ég ætlaði að fara að djamma stundum edrú, afhverju mátti þetta þá ekki vera eitt af þeim skiptum??? En anyway... Ég get engan veginn svarað þessu betur svo það verður bara að hafa það ;)

Annars þá að skemmtilegra umræðuefni...
Í gær skellti ég mér líka á þessa rosa fínu söngvakeppni í skólanum mínum (FG) og sá mörg góð atriði... samt mis góð... Ég er bara ekki frá því að Elísa Hildur, Lísa, Eva og Rakel hafi staðið sig með eindæmum frábærlega, og óska ég þeim til hamingju! Elísa á einnig hrós skilið fyrir að hafa sungið þó að míkrófónninn hafi e-ð verið að klikka þangað til í endan á laginu... Og dansinn hjá hinum var æilegur!!! hehe... Þeir sem horfðu á vita hvað ég er að tala um :D Er ég sona alveg ágætlega sátt við vinningshafann, þó annar liðsmaður hennar hafi ekki alveg fittað inn í myndina...
Svo við víkjum nú að miður skemmtilegum hluta keppninnar, en söng ein stelpan lag sem var í milku uppáhaldi hjá mér, en hún gjörsamlega klúðraði því... Vorkenndi ég henni mjög að hafa gert sjálfri sér þetta... Lágu tónarnir voru sona í lagi, en þegar háu tónarnir komu þá gjörsamlega hélt ég að eyrun ætluðu að yfirgefa mig fyrir fullt og allt :(

Dómara voru nú ekki af verri endanum, Magni í á móti sól, Margrét Eir og enginn annar en Jón Sigurðsson (500 kallinn). Var svo hljómsveit sem spilaði undir, sem saman stóð af einhverjum sem ég einfaldlega náði bara ekki nafninu á...


Comments-[ comments.]

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Já, hversu viltaust sem það hljómar, þá skellti ég mér heim í gær eftir skóla :D ÞAr sem ég vissi um far fram og til baka án þess að ég mundi missa úr skóla, þá ákvað ég að skella mér, en þó aðalega til að hitta Olgu, en hana hef ég ekki hitt síaðn á áramótunum!!!
Þetta er nú ekki frásögu færandi að rita í þennan pistil ef ekki hefði verið vegna Ástrósar...

Eftir vídeó og chatt ákváðum við ( ég, Olga, Laufey og Hjördís) að kíkja aðeinss út á lífið og rúntuðum gamla góða rúntinn... En Ástrós var hvergi sjáanleg, og héldum við hreinlega að hún hefði barasta gufað upp! Stjörnubjartur himinninn lýsti okkur leið, og norðurljósin dönsuðu fyrir okkur, en vaxandi máninn gerði lítið gagn... Við leiðtuðum um allt, og á endanum hringdum við í hana Ástrós, en hún var gjörsamlega horfin!!! Við léum hringja út.... Þegar ekki var svaðar vorum við vissar um að við mundum ekki hitta hana aftur...

En um morguninn þá hringdi hún nú í mig og við lögðum af stað í 2 tíma keyrslu í bíl með bilaða miðstöð, fljúgandi hálka á götum og dimmt í þökkabót!!! Við komumst þó heilu og höldnu í skólann og þar tók hinn gríðar mikli lærdómur við...

Er ég ekki frá því að þetta hafi verið hin skemmtilegasta ferð, þó ég eigi líklega ekki eftir að endurtaka hana í bráðina, en eins og flestir vita þá er ég langt í frá að vera morgun hani og ELSKA að leggjast aftur upp í rúm á morgnana og hlýja mér undir sænginni... ;D
Comments-[ comments.]

mánudagur, janúar 26, 2004

HAHAHA!!! 

Já, mar skellti sér barasta í Hólminn um helgina :D Þar var nú ekki margt um manninn, en þó sáust nokkrar hræður á Aðalgötunni... Meðal annars þá var hann Matti rútntandi eins og brjálæðingur langt fram eftir nóttu (sem segir kannski til um það að ég var heldur ekkert að fara snemma heim). Faðir minn var ekki heima við og stakk af í stór borgina og skildi mig eftir alls lausa. Ísskápurinn var gjörsamlega meira en tómur!!! Svo mitt fyrsta verk var að fara í 10 - 11 ( öðru nafni 9-20) og versla mér eitthvað í gogginn.
Það vildi svo heppilega til að mér var boðið í mat á föstudagskvöldinu að ég gat sparað mér þar :D (Takk Karína).

Vilid ekki mikið til um helgina, en ég fór nú samt á rúntinn með honum Jóa (spóa, spíturass, sem rekur við og segir pass)... Er ég öll blá og marin eftir hann, og úlpan mín lyktar eins og versta hesthús... Þeir sem komið hafa í bílinn hans vita hvað ég meina... ;)

Á 5 fiskum voru beitukóngarnir bæði föstudags- og laugardagskvöld. Fyrr kvöldið var staðurinn galtómur (smá ýkjur kannski, en samt...). En seinna kvöldið var eins og bærinn lifnaði við :D Var fullt á 5 fiskum, en ég nennti ekki þangað inn þrátt fyrir óskir Hjördísar og fór hún því með Laufey... Ég leit að vísu inn í sona um 5 mín, og hitti nokkra sem ég þekkti... allir í misgóðu ástandi... ;) Voru allir hneikslaðir á þeirri uppákomu hjá mér að vera edrú og vissi fólk ekki hvað á sig stóð veðrið!
Ef mar er fullur gerir fólk grín að manni næst þegar mar hittir það, en ef maður er edrú, þá barasta er fólk stór hissa!!!


Comments-[ comments.]

HAHAHA!!! 


Comments-[ comments.]

mánudagur, janúar 19, 2004

Edrú og í fínu skapi !!! 

Já, það má segja að ég hafi upplifað mitt skemmtilegasta djamm er ég er edrú þennan laugardag! Nokkrum sinnum hef ég verið edrú með fullu fólki að djamma, en leiðist það mjög. Eins og flestum býst ég við... En ekki þó í þetta skiptið. Ég hló mikið af öllum sem voru þarna komnir saman undir að ég held minnstu lofthæð sem ég hef nokkurntíman vitað!!! Já, ég er lítil, en lofthæðin fór verulega í mig ;)
Hitti ég gamlan bekkjabróður þarna, eða hann Guðberg, og var hann vel í glasi ásamt öllum öðrum nema mér og Kristínu, og Birnu (fyrrverandi pennavinkona Sveppa), já, heimurinn er lítill!!!

Röltum við upp Laugarveginn, en sökum kulda og Söru sem var alltof illa klædd ákváðum við að rúnta smá :) þar sem ég var dræverinn... Hlóum við mikið af öllum sem urðu svo óheppnir að renna á rassinn í þessari óforbornu hálku, og FG-ingum sem við sáum...

Löggan var mikið á sveimi, en við sáum upphaf á slagsmálum milli allra kynstofna...

Hér eftir mun ég stunda edrú djamm STUNDUM!!! Ég ætla ekki að fullyrða að ég djammi alltaf edrú, en það á eftir að koma oftar fyrir í framtíðinni, allavega með því fólki sem ég var með... svo þið skuluð ekki hafa það upp á mig að vera alltaf edrú og keyrandi!!! Ónei :D


Comments-[ comments.]

föstudagur, janúar 16, 2004


Comments-[ comments.]

Frægðarsól! 

Ég hef hér með ákveðið að flytja til Hollywood og gerast stjarna. Þetta ákvað ég í gær er ég sá loksins auglýsingu sem ég lék í nú fyrir stuttu. Var ég búin að bíða mjög spennt eftir því að sjá fyrir hvað auglýsingin væri, en ég mátti ekki vita það. Ég hélt ég mundi verða bæði brjáluð og springa úr hlátri er ég sá auglýsinguna, en er þetta fólka að labba eitthvert, en svo allt í einu fær það sona hugboð og snýr við og hleyður í hina áttina... Var þetta tekið á fullt að stöðum og svo kom atriðið þar sem ég var. Þar var fullt af fólki sem stóð á Ingólfstorgi og glápti úr sér augun á klukku í miðju þess, leggst það svo niður og bíður þangað til klukkan verður 1 min yfir 3. Standa þá allir upp og labba í hinar ýmsu áttir... Ekkert slæmt við það nema að þennan dag sem þetta var kvikmyndað var mikil rigning og því mjög ógeðfellt að leggjast í götuna og rennbleyta sig. Þessi taka tók um 4 klst og var ekki sýnd nema í um 5 sek!!!! Þetta gerði mig ekki glaða, því ég hafði farið að sofa kl. 7 um morguninn og vaknað kl. 11 til að mæta í þessa töku. Frekar mygluð og þunn eftir nóttina á undan...
Enn þetta er ekki í eina skiptið er ég hef verið í sjónvarpi! Ég lék einu sinni í mynd sem var líka bara sona ... uhmmm.... jæja, við segjum ekkert um það. Hún hét "Guð er til og ástin líka" eða eitthvað álíka. Var þetta lokaverkefni nokkurra sem voru í leiklistaskólanum á þeim tíma, en meðal leikara var Rúnar Freyr. Vorum ég, Steinunn, Hulda og Systir Steinunnar að elta bíl og fá eiginhandaráritanir. Og ef fólk man eftir þessari mynd eða langar að sjá hana, þá ætla ég að taka það fram að ég er með SKÆRBLEIKT húfuband ;)
Já, svo hef ég komið fram í Fólk með Sirrý!!! Já, eins og mér finnst sá þáttur leiðinlegur! Þar var ég að sýna linsur, og kom mynd af mér on screen og alles...

Svo því er víst kominn tími á að ég láti ljós mitt skína í Hollywood og flytjist þangað!!!
Ef þið viljið eiginhandaráritanir talið þá við boddígardana mína og þeir geta reddað því :D

Comments-[ comments.]

miðvikudagur, janúar 14, 2004

hallóhallóhalló...
Nú er komið þaggnabindindi... Já það er rétt, Í dag var okkur sagt að þegja vegna þess að gettu betur "æfinga keppni" (gettu betur lið vs. kennurum) Var á miðjum ganginum í dag. Og þar sem við sitjum í miðju stigans niðri, þá kemur e-r og biður okkur að þegja á meðan keppnin stendur yfir! Við bara vissum ekki hvað á okkur stóð veðrið og tókum ekkert mark á þessu. Svo hálfri mín. seinna, þá kemur e-r annar og segir okkur að þegja á meðan keppnin er. Við þögðum í smá stund og fórum svo að velta fyrir okkur afhverju í anskotanum keppnin var haldin á miðjum ganginum, en ekki inni í hátíðarsalnum (Urðarbrunni)!!! Það er miklu gáfulegra, því þá geta þeir sem vilja horfa á þetta farið þangað og horft á, en við hin getum setið þar sem við erum vön og talað eins og við viljum án þess að trufla aðra!
Keppnin fór ekki betur en svo að kennarar unnu nemendur með 2 stiga mun (20-18). Finnst mér þetta slæm staða kennara, þar sem ég hélt þeir væru mun gáfaðari! Ég veit ekki hvort ég á að missa allt álit á kennurum mínum og fara að kalla þá heimsak eða hvort liði okkar sé bara einfaldlega gott...
Á morgun er FG að fara að keppa á móti FÁ, að ég held, í fyrstu keppninni sinni í FG og vona ég innilega að þeir vinni. Allir að hlusta á Rás 2!!! En er þetta alveg nýtt lið, en hið gamla lið okkar er útskrifað...


Comments-[ comments.]

föstudagur, janúar 09, 2004

Já.. hallóhallóhalló...

Já, Það sem ég er mest frægust fyrir á veturna er að detta á rassinn í þessari blessuðu hálku. Það vildi nú ekki betur til en svo að fyrsta skóladaginn þá ákvað ég að rölta í skólann með vinkonu minni henni Heiðdísi, en hún er í leiðinni fyrir mig, en ...anyway... Ég byrjaði á því að renna niður göngu stíg og hélt ég myndi bjargast, en nei, þá þurfti ég endilega að detta!!!
Svo var ég að labba heim núna áðan, og munaði minnstu að ég myndi detta, en sem betur er bjargaðist það, og einungis bækurnar sem ég hélt á í hendinni duttu útum allt, og þurfti ég að tína þær upp...
Hér með sannast að ég ætti að fá mér mannbrodda og reyna að koma í veg fyrir þennan skandal (gæti líka sleppt mér við nokkra marbletti). Maður fer sona að pæla í þessu núna... Kemur bara í ljós :)

Já, ég er að pæla í að bæta líka hénna einni frábærri stelpu sem var í frábæru stelpna horninu en hefur nú yfirgefið okkur, en heitir hún Berghildur, betur þekkt sem Begga. Hef ég þekkt hana í fjölda ára, eða síðan á seinasta ári í leikskóla (5ára). Gerir það sem hún vil og segir það sem hún vil. Alveg hreint yndisleg stúlka og ætti endilega að koma aftur.
Það vilja allir í "horninu okkar" fá hana aftur og erum við að planleggja för á Skagann til að eyðileggja vistina hennar þar svo hún komi aftur til okkar ;D

Svo rakst ég hér á bloggsíðu á síðunni hennar Beggu, en munu nokkrir gamlir vinir og bekkjabræður halda henni uppi... Nú er bara að vita hvort þeir standi sig í stykkinu og vil ég óksa þeim velgegni :D
Comments-[ comments.]

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Já, góðann og blessaðan daginn!!!
Nú er skólinn byrjaður og heimalærdómurinn hellist yfir mann, kennararnir sjúga úr manni allan þrótt svo maður kemur dauðþreyttur heim eftir skóladaginn og getur valla lyft blaði... hvað þá penna! En skyldan kallar og maður pínir sig áfram... En er smá óreiða í skólanum, en fólk er enn í töflubreytingum og ætti allt að vera komið í lag eftir helgi.

ég hef voða lítið að segja og ætla því bara að lísa "horninu okkar", en við erum nokkrar stelpur sem höfum hertekið eitt horn í skólanum, sem er í miðjum stiganum.... Erfitt að lýsa því, en þeir sem komið hafa í FG vita hvað ég meina. Hér koma stelpurnar í stafrósröð:
Ástrós: Hún hóf nám við skólann á þessari önn. Er hún því ný í horninu. Hljóðlát en getur alveg talað. Frábær stelpa í alla staði.
Elísa A: Var elsta stelpan í horninu ('85 módel), en nú hefur Ástrós bæst við og er því orðin gamlinginn í hópnum. Segir allt sem henni dettur í hug og hikar ekki við það. Getur haldið samræðum sama hvernig andrúmsloftið er, sem gerir hana alveg hreint frábæra.
Elísa Hildur: Syngur mjög mikið, enda lék hún í Rocky Horror í fyrra, og mun leika í littlu hryllingsbúðinn núna, en er það leikrit ársins. Alltaf í góðu skapi og Elísu nafninu fylgir að geta haldið uppi samræðum. Einnig frábær stelpa.
Halla: Tískufríkin og hestakona. Þú getur örugglega spurt hana um nýustu tísku, þó ég hafi ekki prófað það. Og hestarnir skipa mjög stóran sess í lífi hennar. Hvað get ég sagt annað en frábær stelpa.
Hrefna: Eins og Elísa Hildur þá lék Hrefna í Rocky Horror í fyrra og mun taka þátt í Littlu hryllingsbúðinni í ár. Ætlaði hún að skipta um skóla á þessari önn og fara í MH, en ákvað að svo mundi ekki vera. Sem er mjög gott, því við meigum ekki missa neinn frábæran í burtu.
Lísa: Alveg hreint yndisleg stelpa. Maður á ekki eftir að gleyma því þegar hún "kom" með littlu jólin í skólann á seinustu önn! Það var hreint frábært af frábærri stelpu að gera.
Kristín Ósk: Stelpan sem ég kynntist fyrst (frænka Árna). Hún er alltaf með sprellið á hreinu og er sífellt brosandi. Frábær stelpa.
Sara: Hljóðlát og yndisleg stelpa. Getur samt vel haldið samræðum og á stundum ljóskuþátt. Það getur enginn sagt annað en að hún sé hreint frábær.
Steinunn: Án efa ljóskan í hópnum, eða allavega var kosin það á seinsutu önn. Hún getur alltaf sagt e-ð sem kemur öllum til að brosa. Hún á því að heita frábær.

Þessar stelpur mynda sona einskonar kjarnan, en þær hittast þarna í næstum hverri einsutu frímínótu.
Einnig eiga Eva, og vinkona hennar (eva 2), sem ég veit ekki hvað heitir, og svo Sandra vinkona hennar líka, Kristín, Dagný og Lilja það til að poppa upp í frímínótum í "horninu okkar" Enda eru þær frábærar líka :D

Ég vona svo innilega að ég hafi ekki gleymt neinum, en svo er, þá endilega látið mig vita svo ég geti bætt inn á listann. Annars þá kveð ég bara í bili og allir sem vita ekki hvaða fólk ég hef talið hér upp eru að missa af miklu :D :D :D :D :D
Comments-[ comments.]

Comments-[ comments.]

sunnudagur, janúar 04, 2004

Saltið göturnar, brjótið klakann... eða bara e-ð!!! 

Já, það koma að því að snjórinn hirfi að nokkru leiti!
Síðast liðinn sólahring hefur himininn grenjað á full, og þá sérstaklega þessa nótt sem leið. Má merki þess sjá á götum, en er snjórinn horfinn, nema aðeins er eftir í göntunum.
En það er nú miður skemmtilegt með þessi götu mál hérna í henni Reykjavíkinn, en bara er hugsað um götur sem strætó keyrir. Ef keyrt er strætó leið, þá sést að klakinn hefur verið fjarlægður, en svo alltí einu... Búmm.... Maður villist inn í íbúðar götu, tökum bara sem dæmi mína. Þar fer strætó ekki í gegn og því finnst öllum í lagi að vera ekkert að fjarlægja klakann af götunni. Er mesta "pain" að keyra á ójöfnum klakanum, en það tekur mig jafn langan tíma að komast yfir hann og ég er að keyra niður í kringlu eftir strætó leið!!! En frá enda götunnar og upp að hýbílum mínum eru sona um 15-20 metrar!!! Mér finndist nú í fínu lagi að fara að hugsa aðeins út í þetta, og gera e-ð í þessu!!!
Einnig er sumstaðar 2 breiður vegur orðinn að 1 breiðum og gjörsamlega óökufært að mæta bíl....
Lenti ég í þessu áðan og þurfti ég að bakka inn langa götu til að annar okkar kæmist leiðar sinna... Ef ekkert verður í þessu gert fljótlega efni ég til mótmæla göngu fyrir utan alþingishúsið sumardaginn fyrsta, en þá ætti ég að vera viss um að ég gæti komist leiðar minnar klakklaust!!! Svo þeir sem stiðja mig í þessari skoðun mæti fyrir utan alþingsihúsið sumardaginn fyrsta, kl. 15.00...

En nóg af þessu.... ég er að pæla í að fara aftur að sofa, en lítið var sofið í nótt... Maður verður víst að vera vakandi í kvöld, en maður er að fara að skella sér á Grease... AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAHHHHHHHHHHHHHHHHHH.... Birgitta Haukdal og Jónsi í svörtum fötum... AAAAAAAAHHHHHHHHHHHHHHHHH...... Sona smá píkuöskur eins og litlu krakkarnir myndu gera ;)
Comments-[ comments.]

föstudagur, janúar 02, 2004

JóJóJó!!!!
Nýtt ár komið í hús og það gamla horfið og sný ekki aftur... Aðfaranótt 27. des. ákvað ég svona upp úr þurru að skella mér í gamla góða bæinn minn, Hólminn! Fékk ég far með góðum vini Hjördísar. Mikil hálka var á vegum og var ég komin í Hólminn um 7.30....

En nóg af af því.... Áramótin voru frábær í alla staði! Þetta byrjaði vel í mat hjá ömmu og afa og svo var farið að hitta steldurnar og var drykkjan hafin. Eini staðurinn sem opinn var, var 5 fiskar. Var fjölmenni mikið þar en á e-n hátt eyddi ég mestum tíma mínum þar fyrir utan á bolnum að tala við vini mína, en þess á milli fór ég inn að hlýja mér... Sem betur fer töldu vinir mínir mig af því að fara á háhæluðum skóm, því ég var mikið á hausnum, enda mikil hálka... hehe.... Eftir 5 fiska var förinni heitið heim til Hreiðars í smá partý, sem endaði með fjölda fólks. Skemmtu allir sér á hinn besta máta og engin vandræði voru. Þetta munu hafa verið ein bestu áramót mín hingað til!!!

Árið 2003 var kvatt með glæsibrag, og margar góðar minningar tengdar við það, en ekki má gleyma að nýtt ár er komið með frábærar minningar á leiðinni. Vona ég að þið njótið þess á heilbrigðan hátt og skemmti sér vel.

Óska ég öllum gleðilegs nýs árs og munið að árið 2004 verður frábært!!!
já, árið 2004 er komið!
Comments-[ comments.]

This page is powered by Blogger. Isn't yours?