<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, desember 25, 2003

blessaðan og góðan daginn
Seinast liðin 5 á hafa jólin verið rauð. Það hefur sjaldan verið skemmtilegt á rauðum jólum, það er eins og snjórinn komin með jólin. Um leið og allt verður hvítt fyrst á haustin þá fyllist allt af jólaanda, sem dvínar svo, því snjórinn hverfur jafn fljótt og hann birtist. Hver man ekki eftir vetrinum þegar svo mikill snjór var að frí var í skólanum vegna ófærðar og kalla þurfti út björgunarsveitina til að koma fólk í vinnuna á snjósleðum! Fólk var gjörsamlega snjóað inni í húsum sínum!!!
Eftir þennan mikla snjóavetur er eins og snjórinn hafi bara gufað upp! Það Hlítur að vera einhvers konar takmörkun á snjó sem fellur, svona kvóti. Eitthvað sem segir að einungis megi snjóa svona og svo svona mikið að snjó á 10 árum.... Þessi tiltekni snjóavetur hlítur bara að hafa klárað kvótann svo hryllilega að hann hefur náð yfir á næstu áratugi...
En það kom samt mikið á óvart þessi jól, því þau voru alls ekki rauð!!!! Því hlítur snjórinn aftur að mega að fara að koma :D

Vil ég líka benda á að ný könnun er komin og hvet ykkur öll til að kjósa í henni ;)
Comments-[ comments.]

miðvikudagur, desember 24, 2003

Jæja, góðan og blessaðan daginn!!!
Þá er aðfangadagurinn lang þráði loksins kominn ;D Mín bíða fleiri þúsund pakka í kvöld að opna!!! Ég sem hélt að því eldri sem maður verður, þá fækka pakkarnir, en það lítur út fyrir að vera öðruvísi...... En pakkarnir eru víst ekki aðalmáli :) Það á að vera boðskapurinn.... Fyrir mér er maturinn það besta við jólin! Allur þessi yndislegi matur, og lyktin sem fyllir húsið :) Það er það sem kemur mér í jólaskapið!

Með þessum orðum vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og mæli eindregið með því að þið borðið á ykkur gat, því jólin er jú bara einu sinni á ári eins og maðurinn sagði ;) og munið að pakkarnir eru ekki allt!!! Vona ég að dagurinn í dag verði frábær fyrir ykkur öll sem villist hingað inn á síðuna mína :)
Comments-[ comments.]

mánudagur, desember 22, 2003

jæja...
Þá er ég komin aftur í stórborgina eftir FRÁBÆRA helgi í Hólminum :D
Á föstudeginum rúntaði ég til kl. 5 um nóttina. Ég hitti nú ekki marga þetta kvöld, en þo hitti ég nú hann Jóa sem ég hef ekki séð né heyrt í í svo og svo langan tíma!!! Var þetta kvöld í alla staði MJÖG rólegt, en næstum engir voru á rúntinum. Það mætti halda að allt væri gjörsamlega að detta upp fyrir þarna fyrir vesta! Þetta er frekar leiðinlegt :(
Á Laugardagskvöld var ég í góðu stuði með stelpunum, en við hittumst allar og gerðum ímislegt skemmtilegt. Enduðum svo gott kvöld á rúntinum :) Það var víst e-ð "partý" heima hjá Hreiðari, nokkrar hræður sem eru hjá honum nánast hvert kvöld. Ég fór nú ekki þangað fyrr en líða fór mjög á nóttina, en þá hitti ég Jón Beck sem var í engu ástandi til að standa á fótunum!!! Heima hjá Hreiðari endaði ég í CS og rústaði Sveppa og Eyjólfi, en ég var með Kiddó í liði.... Drap hann víst óvart, því ég vissi ekkert að hann var með mér í liði.... Naut ég góðs af Steina, en hann sá um byssu málin hjá mér :D
CS hef ég alltaf talið nörda leik, en bróðir minn spilar hann reglulega... Skemmti ég mér bara þokkalega í þessum leik, og lofa að setja ekki út á hann, en ég vil nú samt taka það fram, að ég var ekki í edrú ham ;)

Comments-[ comments.]

fimmtudagur, desember 18, 2003

já, góðann daginn :)
Í dag er góður dagur, eða allavega er hann betri en ég bjóst við, þrátt fyrir frekar leiðinlega uppákomu í morgun. Í gær átti ég nebbla að mæta til tannsa, en þar sem ég er háð þeim alheilbrigða vana að um leið og fríið byrjar þá sný ég sólarhringnum við í orðsins fyllstu merkingu!!!! og á því erfitt með að vakna á morgnana :) Þar af leiðandi svaf ég yfir mig. En í morgun vildi svo skemmtilega óheppilega til að það losnaði tími hjá honum tannsa mínum, og hann hringdi í mig og bað mig að koma... Allt í lagi með það svo sem...
Í dag náði ég svo í einkunnirnar mínar, sem komu mér mjög á óvart :D Ég féll einungis í einu fagi sem ég vissi að mundi ske... En það var helvítis EÐLISFRÆÐIN!!! Ég hvet alla hér með sem fara í EÐL-103 að læra í 1 klst. á dag fyrir þetta fag ef þeir vilja ná...
Annar þá gekk mér bara almennt vel eins og flestum vinum mínum! Því er dagurinn orðinn að frábærum dag!!!

Ja. það er líka annað, til að undirstrika fyrir fólki það sem ég var að tala hénna um daginn um umferðina. Þá var ég að keyra í gær .... kemur á óvart ;) En allavega... Þá er ég að keyra og meira að segja á sona frekar löglegum hraða!!! En það vill ekki betur til en svo að ég næstum lendi inni í miðjum margra bíla áresktri, þar sem fremsti bíll snar stoppar allt í einu og öll röðin þá um leið! Munaði um 5 cm að ég hefði klesst á bílinn fyrir framan mig, en bíllinn sem var fyrir aftan mig hefði klesst á skottið á mér, hefði hann ekki beygt út í kannt!
En þetta er umferðin í Reykjavíkm og hlakkar mig mjög svo til að komast burt frá henni, en um helgina mun ég fara í gamla bæinn minn, Hólminn og eyða henni þar í faðmi vina :D

Þangað til næst .....
Comments-[ comments.]

ATHUGIÐ!!!! 

já, góðann daginn...
Það verða nú enginn sona skemmtilega komment í dag, en aftur á móti þá ætla ég að biðja alla sem kíkja á þessa síðu að taka þátt í könnun sem er nú komin.... Seinasta könnun vakti greinilega ekki mikla lukku, en 4 kusu í henni!!! Nú vil ég biðja alla að kíkja á nýju KÖNNUNINA, en hún er í anda þess að í þessari viku eru allir að fá einkunnir úr prófunum ;)
Fólk má líka endilega kíkja í GESTABÓKINA og skrá sig þar! En hún er frekar tómleg eins og er...Greyið Rúnar er sá eini sem er í henni, og er það harla sorglegt :)
Já, og svo að lokum hvet ég fólk til að KOMMENTA um það sem ég hef að segja! Því gaman væri að sjá hvort þið séuð sammála því sem ég hef að segja eður ei :)
Þetta mun þá vera allt í bili, og lofa ég hér með að skrifa aldrei sona leiðinlegan pistil aftur, ef þið eruð dugleg að gera allt sem ég sagði :D
Comments-[ comments.]

mánudagur, desember 15, 2003

hæhæ...
Nú þegar jólin nálgast, þá verður umferðin hérna í Reykjavíkinn stórhættuleg! Allir eru að svína fyrir hvern annan og valda stórslysum. Nú fyrir helgi var ég að keyra og sat Karína í bílnum með mér. Þetta var í Garðabænum nánar tiltekið rétt fyrir utan Garðatorg. Byrjar þá þessi líka svaka drusla ( hvítur bíll sem var farinn að segja til ára sinna) að keyra í veg fyrir mig, þar sem biðskilda var á hann, en ekki mig. Ég sætti mig sona við það. Fyrir þá sem ekki vita hvennig gatna kerfið er á þessum tiltekna stað, þá eru ljós sem þarf að keyra yfir, nema maður ætli til hægri, þá er sér akreyn fyrir það. Ég er komin á þessa akreyn, og er við hliðina á hvíta bílnum, og held að hann ætli yfir ljósin. Ég fer samt varlega, því ég sé að bílinn er sona sikksakkandi á veginum. Neinei... Þá fer minn bara að byrja að keyra inn í hliðina á mér. Ég náttla byrja að BÍPA á fullu á hvíta bílinn, og lít inn í bílinn til hans. Greyið kallinn fékk það sem hann átti skilið, en það munaði um 5 cm að hann hefði beygt inn í hliðina á mig!!! Ég held að kallinn hafi stoppað í smá stund og reynt að jafna sig, en ég held að hann hafi næstum fengið hjartaáfall Þetta var sona gamall kall, í ljósum frakka með köflótta húfu. Hér með lísi ég yfir að stórhættulegasta fólkið í umferðinni eru kallar í brúnum frökkum með köflótta hatta!!! Þessi gamli kall var ekki einu sinni að líta til hliðar, í spegla né í e-a aðra átt! Hann gaf ekki einu sinni stefnuljós!
Hvað getum við lært annað af þessu en að gamlir kallar séu hættulegir í umferðinni (því það eina sem þeir hugsa um eru þeir) er að treyst ekki öðrum bílstjórum!
Comments-[ comments.]

föstudagur, desember 12, 2003

já, það er nabbla það...
Ég á víst að vera að læra undir e-ð sem kallast eðlisfræðipróf, en ég veit ekki hvers vegna þar sem ég er hvort sem er drullufallin í því... en það má alltaf reyna...
En ég ætla nú ekki að fara að tala um e-ð álíka boring efni núna, heldur var ég að skoða gamlan póst sem ég hef fengið sendan, og ekki tímt að henda. Þar rakst ég á pikk-up línur... og þá fór ég að pæla, hver fellur fyrir sona dæim??? Maður þarf að vera frekar fullur til að geta það!!! T.d. fyrir um 1 ári síðan þá var ég á landsmóti unglinga í Hólminum um Verslunarmannhelgina og að rölta heim með Sigga G. Ég var þarna í mjög svo "góðu" ástandi og við vorum stödd fyrir utan bakaríið, en hvað um það... þarna koma e-r strákar, og Siggi þekkti víst e-a þeirra. Fór hann að tala við e-n, en þá kemur e-r til mín og segir rosalega ertu með fallega leggi, ég náttla ekkert að pæla í því, en svo bætir hann við hvenær opnast þeir. Ég öskraði ALDREI og þeir fór. Ég fékk aldrei að vita hvort það var vegna öskursins eða sökum óheyrilegrar mikillar rigninar, en annað eins hefur aldrei áður sést!!!

Hér eru 10 pikk-up línur sem mér fannst frábærlega fyndnar, og mæli ég með þeim fyrir þá sem hafa húmor ....
1. Hefurðu gaman af stærðifræðileik? Við drögum af okkur fötin og margföldum okkur svo!
2. Smokkarnir mínir eru að renna út... Viltu hjálpa mér að nota þá!
3. Hénna... ég er búinn að tína símanr. mín... Ertu til í að segja mér þitt?
4. Var það sárt? (hún: hvað?) Þegar þú dast af himnum!
5. uuuu... ég er nýr í bænum. Gætirðu vísað mér leiðina heim til þín!
6. Vissiru að það eru 265 bein í líkamanu? Viltu bæta einu við!
7. ( Þú brýtur ísmola fyrir framan hana) Þar sem ég er búinn að brjóta ísinn, viltu þá ekki koma með mér heim!
8. Viltu hjálpa heimilislausum? og taka mig heim með þér!
9. Ég hlít að vera týndur... Ég hélt að himnaríki væri ofar!
10. Ég er auðveld bráð... Hvað um þig!
Comments-[ comments.]

miðvikudagur, desember 10, 2003

hæhæhæhæ...
Djöfull er ógeðselga kalt úti!!! Ég skrapp aðeins út og fór á laugarveginn með Hjördísi.... hvað með það... Það var svo ógeðslega kalt úti að við vorum rétt stignar út úr bílnum, þegar við ákváðum að sleppa því að labba niður laugarveginn og fara í staðinn í kringluna. Þar var nokkuð af fólki og öll bílastæði full eins og venjulega
Það er svo mikið "pein" að labba úti þegar það er svona kalt, og mér sárvantar sona jakka sem er með rafmagnshitara, eða e-ð álíka. Þetta væri mjög hentugt á djamminu, en þá þarf maður ekki að vera að drepast úr kulda og jafnvel verða veikur!!!!! Allir þeir sem geta bent mér á þess háttar jakka vinsamlegast hafið samband, sem fyrst.

svo í sambandi við síðuna, þá er hún ekki fullgerð, en er það vegna anna hjá mér í prófum. Lofa ég hér með að koma henni í lag um jólin...
Comments-[ comments.]

þriðjudagur, desember 09, 2003

já, ætlaði bara að benda ykkur á þessa líka æðislegu myndaf vinkonu minni !!!!!! Þetta er Olga... stelpan með skrítna borsið, og so rassinn á Hjördísi :D
Comments-[ comments.]
hæhæhæ....
ummmmmm.... Ég sit hér og er á leiðinni að fara að læra fyrir þýskupróf, sem mun vera næst seinasta prófið mitt þessa önnina Það er bara æðislegt!!!

Á morgun kemur Hjördí­s, en hún ætlar að gista hjá mér í­ 1- 2 nætur, því­ hún er að fara á Muse. Það er orðið langt sían ég hitti hana seinast, en þar sem hún er í­ skóla á Akureyri, nánar til tekið í­ MA, þá hitti ég hana mjög sjaldan yfir vetrar tí­mann. Olga er einnig á Akureyri og það sama gildir um hana. Því er alltaf jafn æðislegt að hitta þær, sem er ferð mín til Akureyrar 1 sinni á önn, þegar þær fara í vetrarfrí­inu sí­nu í Hólminn, og svo í jólafríinu.

Mmmmmmmmmmm... ég "stal" 1 mandarí­nu úr eldhúsinu ...hehe ... það minnir óstjórnlega mikið á jólin. Mandarí­nulykt er e-ð sem er ávalt vinsælt um jólin! Það versta er að hún er full af e-m steinum, sem vekja ekki mikla lukku hjá mér, og flestum sem ég þekki...
Aftur á móti þá er ég komin í­ svo gott jólaskap að ég ætla ekki að láta nokkra steina í­ 1 mandarí­nu fara í­ taugarnar á mér.


Comments-[ comments.]

sunnudagur, desember 07, 2003

Í kvöld gerði ég stórmerkilega uppgötvun!!! Ég hef aldrei á minni stuttu? löngu? ævi fattað merkið sem er aftan á strætóum.... og kannski ekki heldur pælt í því.... og þó. Ég hef kannski e-ð pælt í því en ekkert af viti... Það hafa vonandi sem flestir séð grænt og rautt merki aftan á strætóum, græn ör sem fer í veg fyrir rauða ör. En hvað um það. Ég var að rúnta (eins og svo oft áður) og lenti fyrir aftan strætó. Þá sá ég þetta fyrr nefnda merki, og fór að pæla í því. Horfði ég á það um stund, og fattaði svo allt í einu hvað það merkti, þó án þess að vera að hugsa e-ð af viti um það. Ég hef alltaf vitað að strætó á réttinn ef hann er með stefnuljós, en aldrei vissi ég að strætó væri merktur því... En þetta fannst mér stór merkilegt, og hvet alla hér með að skoða þetta merki aftan á strætóum....


Comments-[ comments.]

föstudagur, desember 05, 2003

já.. þannig fór það.... Ég fór sona að pæla.... Ég er ein af þessum manneskjum sem geta með engu móti lært á daginn eða kvöldin.... Einu tímarnir fyrir mig eru næturnar og morgnarnir.... Það er að segja ef ég vakna... heheh.... En svo er það líka prófin sem maður bara nennir alls ekki að læra fyrir... eins og enska!!!
En nú er maður víst hálfnuð með prófin! Það er náttla bara frábært!!!!

Það er víst e-ð partý í kvöld... Maður var vinsamlegast beðin að mæta. So á e-ð að fara niðrí bæ.... veit nú ekki hvort ég geir það, en það kemur bara í ljós.
Comments-[ comments.]
oki.... Þá er komið að því :) ÉG er komin með blogg :D Það er bara spurningin hvort ég standi mig í þessu, en hér með lofa ég að reyna að vera duglega að skrifa allskonar vitleysu sem ég gæti misst út úr mér :D en þangarð til
tíhí ...
Comments-[ comments.]

This page is powered by Blogger. Isn't yours?