<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, maí 08, 2004

Djammidídjammidídjammidídjamm 

Þá er vikan loks á enda og 2 próf búin. Vilid ég væri búin í fleirum, en ég á 5 eftir :(
Þar sem helgin var komin og smá tími til að slaka á var ákveðið að kíkja á rúntinn og vera bara driver. Þetta leit út fyrir að ætla að verða mjög rólegt föstudagskvöld, en um 2 leytið hringdi Heiðdís og bað mig að skutla sér niðrí bæ. Hún og Sindri dróu mig og Karínu með sér á Felix og þar var sko dansað! Held ég hafi dansað stanslaust til kl. 3.30, en þá vildi Sindri fara heim :(
Þrátt fyrir að ég væri nú alls ekki í djammfötum, einungis gömlum lörfum skemmti ég mér hið besta :D Samt svoldið óþolandi þegar fólk er alltaf pikka í mann eða eitthvað álíka...
Ekki var nú mikið af fólki á staðnum svo nóg dans pláss var :D Aftur á móti þá var fólk soldið fullt og var alltaf hálf dettandi á mann... En eitt þarf að banna á sona skemmtistöðum og það er að vera á dansgólfinu fullur með sígarettu í hendinni. Eitthvað par sem gat ekki staðið í lappirnar stóð þarna bæði að reykja og rak annað þeirra sígarettuna í mig og brenndi ég mig :( Ekki gott það...
Annars þá sá ég nokkra af nesinu sem ég þekkti. Þeir voru gjörsamlega að fríka út á dansgólfinu líkt og ég .... hlýtur að vera eitthvað við að búa á nesinu ;) Já, svo var líka eitthvað af FG-ingum þarna, en þeir eru víst fastagestir þarna.
Comments-[ comments.]

sunnudagur, maí 02, 2004

aldrei að segja nei ;) 

Fullt fólk er alltaf jafn skemmtilegt :) ´Sérstkalega ef meður þekkir það ekki neitt.
Seinasta föstudag þá leitaði ég út um allt af sjoppum sem voru opnar þar sem ég þurfti að kaupa mér inneign. En þar sem 1. maí var kominn var öllu lokað, en ég kom allstaðar rétt yfir 12 :( Það vildi þó svo heppilega til að mín loka tilraun í að finna verslun sem var opin og seldi inneign var 10-11 í Ármúla. Þar var opið og fór ég inn. Þegar ég var komin í röðina var einhver kall fyrir aftan mig. Þá kemur fullur strákur og spyr hvort ekki sé í lagi að hann troðist fyrir framan kallinn, enda bara að kaupa sér sígarettur. Kallin segir já og er því strákurinn beint fyrir aftan mig. Hann spyr mig líka hvort mér sé ekki sama... Ég segi náttúrlega nei, en þá var ég að tala um sígaretturnar. Það skipti mig engu hvort hann væri fyrir aftan mig eða ekki. Hann segist vera alvega sama um mitt álit á sígarettum. Svo ætla ég að kaupa inneign, en þá vildi svo til að ekki voru til 500 kr. innegin, en ég hafði ekki efni á meiri. Þá segir strákurinn fyrir aftan mig að hann sé til í að borga 500 kr. í inneigninni minn og ég sagði náttúrlega ok :D svo gaf hann mér 500 kr. og ég keypti 1000 kr. inneign :) Í staðinn átti ég reyndar að koma á Broadway og djamma með honum, en ekkert varð af því :)
Svo var ég að keyra niður Laugarveginn í helli rigningu og er eitthvað að tala við Karínu þegar bankað er á gluggann. Mér brá alveg ótrúleg mikið, en skrúfa samt niður gluggann og sé 2 stelpur sem ég þekki ekki neitt... Þær spurja hvort ég geti ekki keyrt þær niður Laugarveginn því það væri svo mikið rigning... Ég var hálf hikandi þar sem mér er illa við að taka fólk upp í á Laugarveginum, en þar sem þetta voru 2 stelpur þá keyrði ég þær. Ef þettaa hefðu verið strákar þá hefði ég nú bara sagt nei, því það er ekki alltaf auðvelt að losna við þá úr bíl, en ekkert mál að losna við stelpur.

Annars þá þarf maður nú að fara að kíkja í bækur en skólinn er víst búinn og bara próf framundan. Mitt fyrsta próf er að vísu ekki fyrr en á föstudaginn, en það er svo mikið sem ég þarf að frumlesa að ég þarf að vera mjög dugleg...
Comments-[ comments.]

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Ég fékk bara besta afmælisdag sem hægt er að eiga :) Það eina sem ég gerði allan daginn var að hanga heima og undirbúa veisluna sem að ég tel að hafi bara heppnast á hinn besta veg. Stelpurnar í horninu voru þarna mættar flest allar ( sumar komu ÖRLÍTIÐ seint, en vissu ekki af því vegna klukkuvanda ;) ). Margir sáu sér ekki fært að mæta vegna þess að þeir voru staddir úti á landi.
Ég fékk margt yndislegt (úúú... skrifaði það rétt ;) ) í afmælisgjöf, en algjör óþarfi að nefna allt hér. Eitt er þó merkilegt að nefna, en það var ósprengjanlegar sápukúlur. Þær verða sona límkenndar eftir örlitla stund og springa þ.a.l. ekki :) Þær voru mikið notaðar í skólanum í dag, en við vorum að blása þær fyrir ofan ofninn svo þær mundu fara alla leið upp á efstu hæð. Öllum líkaði það í fyrstu, en svo fór fólk að kvarta vegna þess að þær skilja víst bletti eftir í fötum !!!??? Hótað var að ná í Siggu (besta vin okkar... eða kannski ekki)... Þessar kúlur dreifðust um allan skólann og sá maður fólk hlaupa eftir þeim, eða undan þeim :)

Annars þá var ég að fá línuskauta áðan, og þarf því að fara að nota þá :) Vonandi dett ég ekki eins og ég er vön að gera. Ja, nema það sé þá á einhvern æðislegan strák ;) hver veit :P
Comments-[ comments.]

laugardagur, apríl 24, 2004

Afmæli 

Vá hvað maður er farin að verða gömul... Já, tíminn flýgur áfram og maður eldist.
Fyrir 18 árum fæddist ég og gerði heiminn fullkominn :) En þá var ekki laugardagur heldur fimmtudagur. Það var ekki hvaða fimmtudagur sem er heldur sumardagurinn fyrsti fimmtudagur :D Þar hafiði það afhverju ég er svona indisleg :P Já, fyrir 18 árum þá kom ég með sumarið og hef alltaf gert það indislegt.
Samt fór ég nú að pæla sona áðan hvað ég hef gert á mínum 18 árum annað en að sitja og stara út í loftið og borað í nefið... Ég held það sé ekki ýkja margt sem ég hef afrekað, en e-ð hlýtur það nú að vera... já, en hvað??? Ja. ég hef nú eignast heljarinnar mikið af vinum og kunningjum og tel ég það mikið afrek og nægir það í bili.
Ég hef gert heilan helling af hlutum á þessum 18 árum, bæði góða og slæma :D Samt mun fleiri góða heldur en slæma ;)

En hvað er svona merkilegt við það að verða 18? Jú, maður verður sálfráða, en hvað meira??? Þegar maður er sjálfráða þarf maður þá ekki að fara að sjá um sig sjálfur á fullu og borga allt sjálfur!!! Það er víst raunin... Sem betur fre eru foreldrar mínir svo skemmtilegir og góðir að ég fæ að búa hjá þeim ennþá án þess að borga leigu, en ég hef haft miklar áhyggjur af því upp á síðkastið... neinei... þau mundu nú aldrei gera það :D
já, nú kemst ég líka á öll böllin sem eru haldin heima og flest alls staðar úti á landi, þar sem yfirleitt er 18 inn á þau :) já, og öll bjórkvöldin sem haldin eru hérna í bænum...
Það eru eflaust fullt af öðrum góðum og slæmum kostum við það að verða 18, en nenni ég ekki að hugsa og telja það allt upp svo ég stopp hér og óska sjálfri mér góðs gengis í framtíðinni :)
Comments-[ comments.]

miðvikudagur, apríl 21, 2004

20 ára FG 

Skólinn bara orðinn 20 ára, sem er nú bara frekar ungt á þeim mælikvarða... Í tilefni þess var haldin "veisla" í dag. Það var sosum ágætt fengu frí í 1 og 1/2 tíma og notuðum hann vel. Svo var líka hin árlega hreinsun í kringum skólann sem alltaf er síðasta vetrardag. Ég fór nú aldrei út úr húsi, enda algjör óþarfi að 650 manns fari út og tíni 1 stykki bréf og 3 svalafernur upp... Hékk bara inni og beið eftir pizzunum sem voru gefnar að lokinni hreinsun. Allt gott með það, nema Hrefna rak sig óvart í glasið mitt sem var á bak við hana og það heltíst úr því... en ég náði þá bara í bréf og allt var þurrkað upp... Veit að ég var ekki sú eina sem hellti niður, því einhver hellti niður þar sem gosið og vatnið var geymt og allt var klístrað í kring.
Það voru frekar mikil læti í kringum okkur í dag, en við hlógum endalaust af spilum sem nokkrir einstakklingar í FG fengu að gjöf fyrir framlag sitt til skólaskemmtunar eða eitthvað þess háttar. Fannst mér leiðinlegt að sjá að gettur betur liðið og morfís liðið fengu verðlaun en ekki leiktu betur liðið okkar sem náði lengst, eða lennti í 2 sæti!!! En svona er þetta nú.

Svo er bara verið að pæla í að fara á kosningakvöld í kvöld og athuga hvort maður kemst ekki inn þó 2 dagar séu í að maður verið 18... Ég á eftir að flippa gjörsamlega út ef ég kamst ekki inn!!!! Það væri svoooooooooooooooooo mikið bull!!!
Comments-[ comments.]

sunnudagur, apríl 18, 2004

Góðir tímar 

Gamangamangaman... Apríl er að klárast og uppáhalds tíminn minn er í vændum :)
Sumarið er að koma, en sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn. Sem minnir mig á það að ég fæddist á sumardaginn fyrsta...
Það er víst ball í MH á miðvikudaginn og fer ég þangað að öllum líkindum, enda búin að lofa Karínu því :) Þá verð ég sko ekki í góðu ástandi því það er orðinn meira en mánuður síðan ég drakk.... það verður því drukkið á mið og lau... gaman af því :P

já, giftingin mín verður víst á laugardaginn því þá verð ég orðin lögráða og má gifta mig.... Ég er að pæla í að giftast annað hvort bílnum eða sjónvarpinu... Það er erfitt að velja... Það er bara að bíða og sjá hvor stendur sig betur í bónorðinu ;)
ohhhh... Það verður svo geggjað gaman :P Kannski ætti ég líka að bæta tölvunni inn á biðla listann??? ÉG veit ekki... held ég eyði meiri tíma með sjónvarpinu og bílnum...

Annars þá er rúnturinn alveg að gera sig... er Álftanesið orðinn góður staður til að stunda þessa iðju og ekki skemmir að vera í algjöru spassaskapi... Samt soldið skrítið að allir fara af Álftanesinu þegar ég kem þangað og þegar ég fer þaðan þá koma allir til baka.... uhmmm..... hvað er málið með það.

Annars þá er ég farin að hlada fast í ökuskírteinið mitt og keyra eins löglega og ég get, því eftir um 2 vikur get ég sótt um fullnaðarskírteini og ætla ég mér að gera það við fyrsta tækifæri :)
Comments-[ comments.]

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Páskarnir á enda... 

Þá eru páskarnir á enda og skólinn tekur við. Líkt og flestir er ég ekki mjög ánægð með það. En einhvern tíman tekur allt enda.
Mamma kom mér nú heldur betur á óvart þegar hún gaf mér eitt stykki páskaegg í gær, en því átti ég alls ekki von á!!! Það var nr. 3 frá góu og er ég alveg fyllilega sátt við það :D:D:D
Annars hefur nú ekkert mikið gerst í fríinu, en ég skrapp nú aðeins í hólminn (að sjálfsögðu) og hitti marga.
Laufey hélt upp á 18 ára afmælið sitt og það með góðri veislu á 5 fiskum og voru margir mættir þar. Eftir afmælisveisluna var svo haldið ball, en ég ákvað ásamt Olgu, Beggu og tveim vistarbúum að fara til Grundarfjarðar á ball þar. Það var nú meiri skemmtunin. Ég var driverinn á fallega bílnum hennar mömmu (minn bíll). Fullt af fólki var á ballinu í Grundó og allir að dansa.
Daginn eftir þá fór ég svo í bæinn og missti þ.a.l. af geggjuðu djammi heima :( en það var í fínu lagi þar sem ég fór bara á djammið í bænum í staðinn... en það endaði ekki vel. Ég og Heiðdís á rúntinum að bíða eftir að kærastinn hennar hringdi.
Eftir 3 tíma svefn var svo hringt í mig (eða kl 7.30). Ég man ekkert hvað var sagt við mig nema rosa takmarkað... Eftir það gat ég ekkert sofnað og var bara vakandi til kl. 2. Þá gat ég sofið til. kl. 5...
Sem betur fer kemur þetta ekki oft fyrir og þess vegna nenni ég aldrei að setja símann á silent (sem borgaði sig í þessu tilfelli). En þegar fólk er sona að hringja í mann snemma á morgnana og það um helgar og fattar að maður sé sofandi (þessi tiltekna manneskja hringdi 4 sinnum áður en ég svaraði og sendi 1 sms) þá ætti það að segja góða nótt og biðjast fyrirgefningar (þessi gerði bara annan hlutann). En svona er þetta... Maður fær engan svefn frið þegar maður á frí... Það er alveg bókað!!!

Annars þá ætti ég kannski að fara að opna skólabækurnar, en ég ætlaði víst að vera búin að læra geggjað mikið í fríinu sem endaði á 20 bls. lestri....


Comments-[ comments.]

This page is powered by Blogger. Isn't yours?